Veiðifélag Skaftártungumanna á og rekur Hólaskjól-Hálendismiðstöð.
Félagið er stofnað um 1960. Eigendur þess eru öll lögbýli í Skaftártungu, 20 jarðir.
Veiðifélagið á og ráðstafar veiðirétti í öllum fjallavötnum á afrétti Skaftártungu, þ.e. á milli Tungnaár og Skaftár.
Hólaskjól var byggt í sjálfboðavinnu af Skaftártungumönnum, sem gangnamannahús um 1970.
Við sameiningu sveitarfélaganna austan Mýrdalssands árið 1990, varð það eign Skaftárhrepps.
Árið 2006 kaupir Veiðifélagið Hólaskjól af Skaftárhreppi og er það þá aftur komið í eigu þeirra jarða sem byggðu það.
Á haustin er aðalskálinn enn notaður þegar afrétturinn er smalaður af Skaftártungumönnum.
Vatnajökulsþjóðgarður er með landvörslustöð hér, en Hólaskjól er 4-5 km frá jaðri þjóðgarðsins.
Ferða- og gistiþjónusta er í Hólaskjóli frá byrjun júní fram í lok september hvert sumar. Utan þess tíma er einnig hægt að panta gistingu.
Gönguskíðaland er hér frábært á veturna þegar snjór er nægur, fjölbreyttar leiðir, langar sem stuttar.
Vélsleðaferðir, hér er kjörið að hafa bækistöð þegar farið er í ferðir um hálendið og upp á Vatnajökul.